Markmið Landsbankankans í samfélagsábyrgð

Landsbankinn hefur sett sér eftirfarandi markmið til að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og Parísarsamkomulaginu í gegnum kjarnastarfsemi sína:(Fjallað er ítarlega um heimsmarkmiðin í kaflanum Ábyrg bankastarfsemi og heimsmarkmið).

 • Meta losunarumfang lána- og eignasafns Landsbankans.

  Markmið sett til fjögurra ára, þ.e. að í samfélagsskýrslu bankans fyrir árið 2023 (sem birtist í ársbyrjun 2024) birtist upplýsingar um losunarumfang lána- og eignasafns Landsbankans.

  Þetta markmið verður unnið í gegnum aðild að PCAF-loftslagsmælinum. Það er flókið og vandasamt verkefni að kortleggja kolefnislosun lána- og eignasafnsins. Þróun PCAF-loftslagsmælisins miðar að því að gera bönkum kleift að mæla þessa losun á vísindalegan og samræmanlegan hátt.
 • Þróa græn útlán.

  Markmiðið er að útbúa grænan lánaramma árið 2020 og skilgreina út frá honum hvað sé raunhæft að gera ráð fyrir að há upphæð lánasafnsins verði í grænum útlánum árið 2025.

  Niðurstöður verða birtar í samfélagsskýrslu Landsbankans fyrir árið 2020 sem kemur út í ársbyrjun 2021.
 • Vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

  Bankinn hefur unnið að þessu markmiði í gegnum jafnréttisvinnu sína undanfarin ár með því að stefna að því að hlutur hvors kyns í forystusveit bankans verði aldrei minni en 40%. Framkvæmdastjórn bankans er innan þessara viðmiða og skal frekari vinna miða að því að bæta kynjahlutfall á öðrum sviðum og viðhalda þeim góða árangri sem hefur náðst.

  Árangri verður miðlað árlega í gegnum samfélagsskýrslu Landsbankans.

Þessi markmið styðja við heimsmarkmið 5, 8 og 12 sem eru þau heimsmarkmið sem Landsbankinn vinnur að í gegnum kjarnastarfsemi sína. Einnig styðja tvö markmiðanna við heimsmarkmið 13 um aðgerðir í loftlagsmálum en Landsbankinn hefur ávallt litið þannig á að bankinn vinni að aðgerðum í loftlagsmálum í gegnum heimsmarkmið 8 um góða atvinnu og hagvöxt og heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu.

Landsbankinn setti sér þessi markmið til að vinna á mælanlegan og tímasettan hátt að viðmiðum um ábyrga bankaþjónustu, uppfyllingu fleiri GRI vísa og að því að ná þeim markmiðum sem voru sett með aðild að Loftlagssáttmála Festu og Reykjavíkurborgar til að vinna að Parísarsamkomulaginu.

Aðferðafræði við vinnslu markmiðanna

Við vinnslu markmiðanna notaði Landsbankinn drög UNEP FI að leiðbeiningum frá því í september 2019, Impact Identification & Assessment for Bank Portfolios.

Áður en vinna hófst fór sérfræðingur Landsbankans í samfélagsábyrgð yfir aðferðafræði leiðbeininganna ásamt utanaðkomandi sérfræðing í samfélagsábyrgð1 í þeim tilgangi að greina leiðbeiningarnar og útbúa aðgerðaáætlun.

Fyrst var greint hvar helstu áhrif starfsemi Landsbankans liggja í íslensku samfélagi samkvæmt áhrifasjá (e. impact radar) UNEP-FI. Þar var farið í gegnum eftirfarandi skref sem eru nánar skilgreind í leiðbeiningunum:

 • Áhrifasvæði - Significant impact area
 • Áhrifagreining - Impact identification
 • Árhifamat - Impact assessment
 • Áhrifaþarfir - Impact needs
 • Áhrifaafkoma - Impact performance
 • Áhrifamörk - Impact targets
 • Áhrifamynd banka - Bank impact profile
 • Áhrifastjórnun - Impact management

Reynt var að fá sem flesta hagsmunaaðila Landsbankans að vinnunni og viðtöl voru tekin við:

 • Framkvæmdastjórn Landsbankans
 • Neytendasamtökin
 • Landvernd
 • Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð

Gögn úr stefnumótunarviðtölum þar sem viðmælendur voru spurðir út í samfélagsábyrgð í tengslum við Landsbankann voru nýtt til að draga fram áhrif bankans á íslenskt samfélag. Í þeim tilgangi var talað við 17 einstaklinga sem dreifðust á milli eftirfarandi hópa:

 • Viðskiptavinir, einstaklingar
 • Viðskiptavinir, samstarfsaðilar
 • Viðskiptavinir, lítil og meðalstór fyrirtæki
 • Viðskiptavinir, stór fyrirtæki

Eftir að gögnum hafði verið safnað úr viðtölum við þessa aðila voru áhrif Landsbankans á Íslandi greind, en landið er skilgreint sem starfssvæði bankans. Áhrifin voru greind niður í áhrif frá eftirfarandi starfsþáttum bankans:

 • Viðskiptabankastarfsemi
 • Fyrirtækjaviðskipti
 • Fjárfestingabankastarfsemi
 • Markaðsviðskipti

Til þess að leggja áherslu á kjarnastarfsemi Landsbankans og þau heimsmarkmið sem hann vinnur að, auk markmiða Parísarsamkomulagsins, var farið yfir undirmarkmið heimsmarkmiðana sem talin eru til helstu áskorana á Íslandi. Niðurtöður viðtalanna voru flokkuð eftir þessum undirmarkmiðum og dregin út þau undirmarkmið sem mest áhersla var lögð á í viðtölunum og flokkuðust undir heimsmarkmið 5, 8 og 12. Að auki var horft til undirmarkmiða heimsmarkmiðs 13, þar sem þau samræmast vel markmiðum Parísarsamkomulagsins, enda var einnig verið að leita leiða til að innleiða vinnu að Parísarsamkomulaginu betur inn í starfsemi bankans.

Því næst var útbúin könnun sem send var á almenning og starfsfólk Landsbankans. Könnunin var framkvæmd af EMC rannsóknum og rannsakaði hvaða áhersluatriði skiptu almenning og starfsfólk mestu máli. Einnig var spurt til hvaða aðgerða þeirra viðskiptabanki gæti gripið í þágu sjálfbærni og samfélagsábyrgðar. Fjöldi svarenda meðal almennings var 603 og fjöldi svarenda meðal starfsfólks Landsbankans var 367.

Niðurstöður beggja kannana voru mjög svipaðar og alveg eins hvað varðaði efstu þrjú áhersluatriðin sem þóttu mikilvægust fyrir íslenskt samfélag.

 • Innleiða hringrásarhugsun í alla neyslu og framleiðslu til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar.
 • Tryggja jöfn tækifæri og jöfn laun fyrir sömu vinnu.
 • Vinna gegn hækkun hitastigs og áhrifa þess á gróðurfar og lífríki.

Þannig voru hin þrjú markmið Landsbankans mótuð í samvinnu við hagsmunaaðila bæði utan og innan bankans og með hliðsjón af alþjóðlegum leiðbeiningum. Tengsl markmiðanna og áhrif þeirra á á heimsmarkmiðin og/eða Parísarsamkomulagið eru eftirfarandi:

Með því að ná utan um kolefnislosun lána- og eignasafn síns getur Landsbankinn metið áhrif sín á hækkun hitastigs og hvatt til minni losunar. Fyrirtæki gætu náð minni losun með því að innleiða hringrásarhugsun og vinna þannig gegn hækkun hitastigs. Þetta markmið vinnur að heimsmarkmiði 12 og Parísarsamkomulaginu.

Með því að þróa græn útlán eru fyrirtæki hvött til að standa sig betur í rekstri sínum og huga að grænum verkefnum. Þetta markmið vinnur að heimsmarkmiðum 8 og 12 og Parísarsamkomulaginu. Þegar grænn lánarammi liggur fyrir verður hægt að sjá betur hvernig þessi vara getur hjálpað fyrirtækjum að vinna að grænum verkefnum. Nánar verður greint frá þessu síðar, enda er of snemmt að alhæfa um áhrifin á þessum tímapunkti.

Vinna gegn kynbundnum launamun og jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði er hluti af því að stuðla að jöfnum tækifærum og jöfnum launum fyrir sömu vinnu. Þetta markmið er í samræmi við heimsmarkmið 5 og 8.

Auk þess að vinna að heimsmarkmiðum 5, 8 og 12 og Parísarsamkomulaginu stuðla þessi markmið einnig að því að uppfylla marga vísa GRI Standards enn betur. Samkvæmt samantekt hafa markmiðin áhrif á eftirfarandi GRI-vísa:

102-8 201 301-1 401-1 FS6
102-22 201-2 301-2 401-2 FS7
102-24 203-1 301-3 403-1 FS13
103 203-2 302 403-2 FS14
103-2
302-1 403-3 FS16


302-2 403-4


302-3 404-1


302-4 404-2


302-5 404-3


303 405-1


303-3 406-1


305 408-1


306 409-1


307

Markmiðin verða endurskoðuð árlega og greint frá þróun þeirra á milli ára í samfélagsskýrslu Landsbankans.

1. Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð.